Köflóttur: dökkblár, hvítur, rauður, grænn, ljósblár. Búandakarl, 1914
Blár með rauðum krossi í hvítum tígli Ónafngreindur í Reykjavík, 1914
Blár að ofan með gylltri stjörnu, hvítur neðst Þorsteinn Jónsson, Akranes, 1914
Hvíta og rauða röndin nær horn í horn, þannig að 4 bláir þríhyrningar myndist Ingi Fannar Eiríksson, Akranes, 2014
Ljósblár grunnur með rauðri, hvítri og blárri rönd nær hægri hlið flatarins. Línurnar eru frekar nettar, en litirnir sjást þó greinilega Birta Svavarsdóttir, Reykjavík, 2014

Skjótum upp fána

Árið 1914 kallaði fánanefnd eftir skriflegum tillögum frá almenningi um hvernig nýr fáni Íslands ætti að líta út. Ein af þeim tillögum endaði sem þjóðfáni Íslands.

En hvernig tillögur mun almenningur leggja til í dag? Sléttum 100 árum seinna kallar ný fánanefnd eftir tillögum að „nýjum þjóðfána Íslands“.

Innsendar tillögur verða teiknaðar og sýndar á sýningunni Skjótum upp fána, sem haldin verður á HönnunarMars 2014 í Gallery ÞOKU.  Nánar

Verkefnið er unnið í tilefni að 100 ár eru liðin frá því að fánanefndin, svokölluð, var búin til með það að markmiði að velja nýjan fána fyrir Ísland. Sem hluta af því ferli ákvað hún að kalla eftir tillögum almennings að fánanum og fékk sendar inn 28 ólíkar innsendingar.

Til að heiðra þessa vinnu almennings árið 1914 var sett saman ný fánanefnd, öllu óformlegri en sú fyrri. En eins og áður köllum við eftir tillögum almennings að „nýjum íslenskum fána“. Öllum er frjálst að senda inn eins margar tillögur og þeim dettur í hug og er það gert hérna í gegnum síðuna.

Fánanefndin hin nýrri velur tillögur sem verða sýndar á sýningu í ÞOKU, sem opnar á HönnunarMars 2014 fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00. Sýningin stendur til 6. apríl 2014.

Fánanefndin 2014 samanstendur af þremur grafískum hönnuðum, tveimur íslenskum og einum dönskum.

Fánanefndin vill þakka fyrirfram öllum þeim sem senda inn tillögu og vonast til að sjá sem flesta í Gallery ÞOKU á HönnunarMars 2014.

Fánanefndin 2014

Lokað hefur verið fyrir innsendingar…

Sýning með öllum innsendum tillögum opnar í Þoku fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 og stendur sýningin til 6. apríl 2014.

Verið velkomin.

Lögskipaðir fánadagar

12 lögskipaðir fánadagar eru í gildi á Íslandi. Þessa daga skal fáninn dreginn á stöng á öllum húsum opinberra stofnanna. Almenningur er einnig hvattur að flagga þessa daga, sem alla aðra sem þeim þykir ástæða til.

Ekki missa af næsta fánadegi

Skráðu netfangið þitt á póstlistann og þú færð áminningu daginn fyrir alla lögskipaða fánadaga (12 dagar á ári).

 • Nýársdagur 1. janúar
 • Föstudagurinn langi Síðasti föstudagur fyrir páska.Fáninn dreginn í hálfa stöng.
 • Páskadagur Fyrsti sunnudagur eftir að tungl verður fullt næst á eftir vorjafndægrum.
 • Sumardagurinn fyrsti Fyrsti dagur hörpum eða fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl.
 • 1. maí Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins.
 • Fæðingardagur sitjandi forseta Íslands 14. maí – Ólafur Ragnar Grímsson
 • Hvítasunnudagur 49. dagur eftir páskadag
 • Sjómannadagurinn Fyrsti sunnudagur í júní, nema þegar hvítasunnudag ber upp þann dag, þá viku síðar.
 • 17. júní Þjóðhátíðardagur Íslendinga.
 • 16. nóvember Dagur íslenskrar tungu.
 • 1. desember Fullveldisdagur Íslendinga
 • Jóladagur 25. desember

Fáninn/The Flag

Árið 1914 vann fánanefndin svokölluð að því að ákveða útlit íslenska fánans. Eitt af verkefnum hennar var að fá tillögur almennings að útliti hans. Bókin Fáninn/The Flag sýnir allar þessar tillögur teiknaðar upp í fyrsta skiptið. Nánar á vef Crymogea →

Þjóðfáni Íslands

Seinni bókin um fánann okkar inniheldur upplýsingar og notkun, virðingu og umgengni íslenska þjóðfánans.

Bókin er mjög myndræn og skýr, sem hjálpar öllum að læra betur á reglurnar og leiðbeiningarnar sem fylgja fánanum. Nánar á vef Crymogea →